Almennar fréttir / 19. apríl 2016

World Class kemur í Smáralind

World Class undirritaði í gær leigusamning við Reginn hf. um húsnæði á 2. hæð í  Norðurturni  Smáralindar. Þar mun World Class opna glæsilega líkamsrækt og SPA næsta haust. Heildarrými verður um 2.000 m2 en samningurinn er til 8 ára.

Samningur þessi er enn eitt mikilvægt skref í endurskipulagningu Smáralindar og umhverfi verslanamiðstöðvarinnar. Síðustu helgi kynnti Íslandsbanki að höfuðstöðvar bankans yrðu fluttar í Norðurturnin við  Smáralind, við þá ráðstöfun er Norðurturninn fullnýttur og orðinn að 800 manna vinnustað.  Það er mat stjórnenda Regins hf. og  Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. að þessi tíðindi séu mjög jákvæð fyrir verslun og þjónustu í Smáralind og nágrenni og styrki samkeppnisstöðu svæðisins.

World Class og Reginn hf. hafa átt gott samstarf í gegnum tíðina en World Class hefur skapað sér  fastan sess í Egilshöll þar sem mikil og jákvæð uppbygging hefur átt sér stað síðustu árin.

 

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.