Í september 2012 var 47 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 37 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 1.355 milljónir króna en 928 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 15 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Á sama tíma voru 23 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá og 13 utan þess. Heildarupphæð samninga á höfuðborgarsvæðinu var 1.045 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 617 milljónir króna. Heildarupphæð samninga utan höfuðborgarsvæðisins var 493 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 474 milljónir króna. Af þessum samningum voru 6 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Heimild: Þjóðskrá Íslands
Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
