Almennar fréttir / 25. júlí 2012

Viðskipti með atvinnuhúsnæði í júní 2012

Í júní 2012 var 54 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 33 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 5.937 milljónir króna en 619 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 27 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma voru 15 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá og 17 utan þess. Heildarupphæð samninga á höfuðborgarsvæðinu var 645 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 385 milljónir króna. Heildarupphæð samninga utan höfuðborgarsvæðisins var 276 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 291 milljón króna. Af þessum samningum voru 8 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Heimild: Þjóðskrá Íslands

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.