Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Vel heppnaður kynningarfundur um markaðstækifæri í Egilshöll

Miðvikudaginn 25. ágúst var haldinn opinn kynningarfundur um ný markaðstækifæri í Egilshöll.

Eftir að Reginn eignaðist Egilshöllina hefur verið unnið að því að tryggja leigusamninga við lykilrekstrareiningar í höllinni. Á sama tíma hefur verið unnið að því að ljúka við framkvæmdir í viðbyggingu sem mun m.a. hýsa starfsemi kvikmyndahúss sem verður rekið af Sambíóunum.

Um 60 manns mættu á kynninguna þar sem kynnt var í máli og myndum möguleika á útleigurýmum undir margvíslega starfsemi sem fyrir hendi eru. Í  framhaldi af kynningunni gafst gestum kostur á að ganga um svæðið og skoða rýmin ásamt fulltrúum Regins sem voru til svara. Áhugi gesta á Egilshöllinni var mikill og má því gera ráð fyrir að vel muni ganga að fylla óútleigð rými og ljúka við að gera höllina að aðlaðandi og spennandi afþreyingarmiðstöð eins og lengi hefur verið stefnt að.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.