Almennar fréttir / 14. mars 2015

Veðurtjón - 14.3.2015

Það er búið að ganga mikið á í ýmsum eignum Regins nú í morgun og þá sérstaklega í Egilshöll. Tjónið þar er nokkuð mikið og er um 40% af yfirborði þakklæðningar og einangrunar farin af Kvikmyndahöllinni. Tveir stórir þakblásarar farnir og rufu þeir gat á þakið. Það er einnig nokkurt tjón inni m.a. á kerfisloftum sem og vatnstjón.  Það er búið að ná fullri stjórn á ástandinu og eru verktakar komnir á staðinn og efnisöflun lokið, er það er eitt það flóknasta í svona stórum mannvirkjum. Það eru allar líkur á að öll starfsemi verði í fullum gangi í húsinu í dag sem og bíóinu seinnipartinn.
Tjón varð einnig í Smáralind (Norðurturni) en þar fauk loftræsissamstæða. Einnig hafa flísar sprungið upp í Tívólí Smáralindar, sennilega vegna mikillar hreyfingar á húsi. Á Íshellu 8 (Promens verksmiðja) fauk lítill hluti þaksins. Á Vínlandsleið (Húsasmiðjan) fóru nokkrar reyklúgur úr þakinu. Það eru eflaust tjón á fleiri stöðum sem eiga eftir að koma í ljós.
Við teljum okkur vel tryggð fyrir þessum tjónum öllum.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.