Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Val á verktaka til að byggja Kvikmyndahús í Egilshöll

Kvikmyndahöllin ehf. hefur á grundvelli ráðgjafar frá Almennu Verkfræðistofunni ákveðið að taka frávikstilboði frá Sveinbirni Sigurðssyni hf. dags. 15.febrúar 2010, að upphæð kr. 498.855.000,-  enda hefur það verið metið hagstæðasta tilboðið sem barst í verkið.

Stórt skref var tekið í þá átt að fullgera Egilshöllina með nýju kvikmyndahúsi þegar skrifað var undir leigusamning við Sambíóin 27. febrúar sl.

Staðfesting á verktaka í framkvæmdina er annað skref í að ljúka við þá umfangsmiklu og glæsilegu íþrótta og afþreyingarmiðstöð sem Egilshöllin verður.

Nýr verktaki mun hefja undirbúning framkvæmda strax og má reikna með að komin verði fullur kraftur í framkvæmdir við byggingu kvikmyndahússins innan fárra vikna.  Verklok eru áætluð 1. október 2010.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.