Í kjölfar skráningar Regins hf. í Kauphöll Íslands hefur félagið vakið athygli á hinum norðurlöndunum. Sænska fasteignatímaritið Fastighetsnytt birti nýlega grein á vefsíðu sinni og hana má finna hér.
Greinin á íslensku:
Gengi Regins tekur kipp
Íslenska fasteignafélagið Reginn hf. hefur birt fyrsta árshlutauppgjör sitt síðan það var skráð á markað þann 2. júlí sl.
Gengi hlutabréfa félagsins tók kipp upp á við og þegar þessar línur eru skrifaðar hefur gengið hækkað um 1,55% í íslensku kauphöllinni. Veltan hefur einnig verið góð, nær 41 milljónir króna.
Rekstrarhagnaður félagsins var 1,4 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi sem er veruleg aukning miðað við sama fjórðung í fyrra. Þá nam rekstrarhagnaður 336 milljónum króna. Á fyrri helmingi ársins skilar fyrirtækið 2,2 miljarða króna rekstrarhagnaði miðað við 729 milljónir í fyrra.
Þessi mikla aukning skýrist fyrst og fremst af hagnaði vegna sölu fjárfestingareigna og endurmats á virði fjárfestingareigna. Hagnaður eftir skatta nemur 845 milljónum króna nú, samanborið við 187 milljónir í fyrra.
Sjóðstreymi var á fyrri helmingi ársins jákvætt um 860 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið er 35,7%.

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
