Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Tilkynning vegna sölu Smáralindar

Fasteignafélag Íslands ehf., eigandi verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar, hefur ákveðið að gefa fjárfestum sem áhuga hafa á að kaupa verslunarmiðstöðina, kost á því að kaupa einnig nærliggjandi lóðir í eigu félagsins.

Lóðirnar eru sunnan Smáralindar við Hagasmára og Hæðasmára. Þessar lóðir verða hvorki seldar sérstaklega sem heild né heldur stakar, heldur er ætlunin að gefa kaupanda verslunarmiðstöðvarinnar tækifæri á að eignast þær jafnhliða kaupum á Smáralindinni.

Sala Smáralindarinnar var fyrst auglýst 27. apríl. Þann dag hófst formlegt söluferli sem Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast í umboði eiganda.

Gögnum er varða söluna hefur verið breytt með tilliti til ofangreindra upplýsinga. Lokafrestur til að óska eftir þátttöku í söluferlinu rennur út þann 25. maí 2010.

Nánari upplýsingar um söluna

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.