Fasteignafélag Íslands ehf., eigandi verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar, hefur ákveðið að gefa fjárfestum sem áhuga hafa á að kaupa verslunarmiðstöðina, kost á því að kaupa einnig nærliggjandi lóðir í eigu félagsins.
Lóðirnar eru sunnan Smáralindar við Hagasmára og Hæðasmára. Þessar lóðir verða hvorki seldar sérstaklega sem heild né heldur stakar, heldur er ætlunin að gefa kaupanda verslunarmiðstöðvarinnar tækifæri á að eignast þær jafnhliða kaupum á Smáralindinni.
Sala Smáralindarinnar var fyrst auglýst 27. apríl. Þann dag hófst formlegt söluferli sem Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast í umboði eiganda.
Gögnum er varða söluna hefur verið breytt með tilliti til ofangreindra upplýsinga. Lokafrestur til að óska eftir þátttöku í söluferlinu rennur út þann 25. maí 2010.

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
