Almennar fréttir / 23. apríl 2013

Tilkynning um undirritun á kaupsamningi við fasteignafélag

Eftir lokun markaðar 14. febrúar s.l. sendi Reginn hf., frá sér tilkynningu  um samkomulag um leigu og samþykki á tilboðum um kaup á fjórum fasteignafélögum með fyrirvörum.   

Öllum fyrirvörum hefur verið eytt hvað varðar kaup á fasteignafélaginu, Almenna byggingafélagið ehf. Undirritaður var kaupsamningur milli Regins hf. og Almenna byggingafélagsins í dag, 23 apríl.  Almenna byggingafélagið á hluta Fellsmúla 26, í Reykjavík. Stærð eignarhlutar félagsins er 1.546 m2.

Með þessum kaupum hefur verið gengið frá kaupum á 3 af 4 fasteignafélögum í tengslum við ofangreind viðskipti. Ekki hefur verið gengið frá kaupsamningi við fasteignafélagið VIST ehf.  Verið er að vinna áfram í því máli og verður sú niðurstaða tilkynnt þegar hún liggur fyrir.

Kaup þessi fylgja fjárfestingastefnu Regins sem felur í sér að auka hlut félagsins í skrifstofuhúsnæði.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.