Almennar fréttir / 7. maí 2015

Starfsemi í Egilshöll

Nýr leigutaki mun bætast við í Egilshöll á komandi vikum. Sólbaðsstofan Sælan mun opna sólbaðsstofu á næstu dögum á 1. hæð Egilshallar við hlið World – Class. Um er að ræða alls átta bekki auk nýjunga sem ekki hafa sést áður á íslenskum markaði.

Sælan bætist þá í hóp nýrra leigutaka í Egilshöll, en í mars tóku nýir rekstraraðilar við rekstri Keiluhallarinnar.

Auk nýrrar starfsemi er mikil og góð starfsemi í húsinu alla daga vikunnar þar sem yfir 3.000 manns sækir þjónustu vegna íþróttastarfsemi og afþreyingu af ýmsum toga.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.