Dagana 7. og 8. mars verður hópur ungra frumkvöðla í Smáralind að kynna verkefni sín. Verkefnin ganga út á að útfæra viðskiptahugmynd og koma henni á markað. Ungmennin hafa verið á námskeiði frá því í haust og mikil vinna liggur að baki verkefnanna.
Ungir frumkvöðlar, sem eru alþjóðleg félagasamtök, hafa boðið framhaldsskólum landsins upp á námsefnið "Fyrirtækjasmiðjan" undanfarin tólf ár. Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi, segir að námsefni sem þetta gefi ungu fólki innsýn í hvernig fyrirtæki verða til og hvernig þau skapa verðmæti með hugviti og elju.
Þetta er í fimmta sinn sem við í Smáralind bjóðum þeim aðstöðu í verslunarmiðstöðinni til að koma fyrirtækjum sínum og vörum á framfæri.
Frumkvöðlamessan verður formlega sett kl. 16 föstudaginn 7. mars og hvetjum við alla til að koma og skoða verk þessara framtíðar fulltrúa íslensks atvinnulífs.
15.
maí

Hverfahleðsla við Smáralind
Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
10.
maí

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
8. maí sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2024 á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
19.
apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.