Almennar fréttir / 11. október 2012

Smáralind í afmælisskapi

afmaelisstelpaSmáralind verður í bleikum búningi dagana 11.-18. október til tákns um samstöðu í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Bleik lýsing verður í turni Smáralindar og að innan verður húsið skreytt bleikum blöðrum og bleikri lýsingu. Verslanir hafa verið hvattar til hafa bleika litinn allsráðandi í búðunum og búðargluggum og starfsfólk hvatt til þess að skarta einhverju bleiku.

Smáralind vill með þessu vekja athygli á átaki krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni, með von um að fólk leggi átakinu lið og að það auki vitund kvenna um mikilvægi þess að skoða brjóst sín og mæta í brjóstamyndatöku.

Bleika slaufan mun fylgja keyptum gjafabréfum í Smáralind að upphæð 5.000 kr. eða meira frá og með fimmtudeginum 11. október á meðan birgðir endast.

Upphaf bleiku vikunnar tekur mið af afmæli Smáralindar sem haldið verður upp á fimmtudaginn 11. október.  Þann dag verða verslanir og veitingastaðir með fjöldann allan af stórglæsilegum afmælistilboðum.  Seinnipart dags fá allir krakkar í Smáralind bleikar blöðrur og bleikt Candy floss.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.