Almennar fréttir / 7. desember 2012

Smáralind gerir góðverk

pakkamynd

Um árabil hefur Smáralind haldið Pakkajól þar sem fólk er hvatt til að láta gott af sér leiða og kaupa eina auka jólagjöf til að setja undir jólatréð í Smáralind.  Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og hjálparstarf Kirkjunnar sjá um að koma pökkunum til þeirra sem á að gleðja.  Íslandspóstur hefur í gegn um árin lagt  verkefninu lið og komið pökkum af landsbyggðinni til skila í Smáralind án endurgjalds.  Starfsfólk Smáralindar hefur á undanförnum árum fundið mikinn samhug með landanum og það er greinilegt að þeir sem geta eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að því að aðstoða náungann þegar líða tekur að hátíð ljóss og friðar.  Við vonum að Pakkajólin þetta árið verði jafn gjöful og gleðileg og undanfarin ár.

Hægt er að kynna sér opnunartíma Smáralindar og aðrar upplýsingar á smaralind.is

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.