Almennar fréttir / 12. júní 2014

Smáralind gefur Reykjavíkurborg Hafmeyju Nínu Sæmundsson

Hafmeyjan, höggmynd eftir Nínu Sæmundsson, verður afhend Reykjavíkurborg í dag kl. 14:00 í Hljómskálagarðinum. Hún hefur staðið í Sumargarðinum fyrir utan Smáralind frá opnun hússins árið 2001.

Smáralind gefur Reykjavíkurborg styttuna í fyrirhugaðan höggmyndagarð tileinkaðan íslenskum myndlistarkonum. Í höggmyndagarðinum verða settar upp myndir eftir sex formæður íslenskrar höggmyndalistar, þær Gunnfríði Jónsdóttur, Nínu Sæmundsson, Tove Ólafsson, Þorbjörgu Pálsdóttur, Ólöfu Pálsdóttur og Gerði Helgadóttur. Verkin verða staðsett í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins en Hafmeyjan mun standa í tjörninni

Hafmeyjan er önnur tveggja verka Nínu með sama nafni en hin stóð í Reykjavíkurtjörn og var sprengd upp á nýársnótt árið 1960 en þá hafði hún staðið þar í stuttan tíma. Stytta Smáralindar var keypt frá Bandaríkjunum en hún var í eigu fyrrum sambýliskonu Nínu. Styttan var afhjúpuð við opnun Smáralindar 2001.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.