Almennar fréttir / 8. janúar 2020

Smáralind fær alþjóðlega BREEAM umhverfisvottun

Smáralind hefur hlotið fyrstu BREEAM In-Use vottun á Íslandi. Niðurstaða vottunarinnar er sú að Smáralind hlaut einkunnina „Very good“.

BREEAM vistvottunakerfi er alþjóðlegur staðall og vottunarkerfi fyrir byggingar á rekstrartíma þeirra. Almennt séð veitir vottunin, sem gefin er út af óháðum aðila, yfirsýn yfir frammistöðu Smáralindar í umhverfismálum og sjálfbærni.

Vottun á þessu stóra og flókna mannvirki er mikilvægt skref fram á við hjá félaginu í átt til útgáfu grænna skuldabréfa.

Reginn hefur sett sér metnaðarfulla sjálfbærnistefnu sem m.a. felur í sér að félagið ætlar að vera leiðandi í umhverfisvottun fasteigna, þar sem fylgt er alþjóðlegum kröfum um umhverfisþætti, áhættustýringu og rekstur. Þessi vottun er því í fullu samræmi við þá stefnu.

Nánari upplýsingar
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.