Smáralind var efst í flokki verslunarmiðstöðva í niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Smáralind fékk einkunina 71,59 af 100 mögulegum.
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og könnunin er framkvæmd af Zenter rannsóknum. Markmiðið er að mæla ánægju viðskiptavina gagnvart fyrirtækjunum en einnig er horft til annarra þátta eins og ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavinanna.
Starfsfólk Smáralindar og Regins eru afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu sem rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í. Við munum svo sannarlega nýta þetta sem hvata til enn betri verka á næstu misserum.
15.
maí

Hverfahleðsla við Smáralind
Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
10.
maí

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
8. maí sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2024 á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
19.
apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.