Smáralind fagnaði 20 ára afmæli í október s.l. og það er sérstaklega ánægjulegt að á afmælisárinu bættust fjölmargar glæsilegar verslanir við flóruna í Smáralind. Bæði hefur verið um að ræða samstarfsverkefni með núverandi viðskiptavinum og svo verkefni með nýjum rekstraraðilum í Smáralind. Alls var skrifað undir leigusamninga við 9 verslanir á árinu síðasta og heildarfermetrafjöldi þeirra um 2.500 talsins.
- Verslunin Sautján flutti í nýtt og glæsilegt rými á 2. hæð við hlið verslunarinnar Air. Hjá Sautján er eftir sem áður boðið upp á góða þjónustu og hágæða tískuvörumerki eins og Calvin Klein, Samsö, Kenzo og fleiri sem öll njóta sín enn betur í glæsilegri umgjörð í hinu nýja rými.
- Skóverslunin Steinar Waage flutti sig um set og opnaði stórglæsilega og stærri verslun á 2. hæð við hliðina á Lindex. Boðið er upp á öll fremstu vörumerkin í skófatnaði ásamt því að bjóða upp á “shop in shop” bæði fyrir Ecco og Skechers. Bakrými verslunarinnar er einkar nýstárlegt og hýsir netverslun S4S auk framúrskarandi starfsmannaaðstöðu.
- Stórglæsileg Kultur menn verslun opnaði á 2. hæð við hliðina á Zöru. Í Kultur er lögð áhersla á gæða þjónustu og vandaðar vörur á breiðu verðbili frá þekktum vörumerkjum. Má þar nefna Paul Smith, Tiger of Sweden, J. Lindeberg, Tommy Hilfiger og Matinique. Einnig er boðið upp á svokallaða „Shop in Shop“ golfverslun sem selur vinsæla J. Lindeberg-golffatnaðinn og fylgihluti fyrir öll kynin.
- Rétt fyrir jól opnaði Snúran stórglæsilega lífstíls- og húsgagnaverslun á 1. hæð við hlið H&M. Snúran kappkostar við að bjóða upp á fjölbreytt og vandað úrval húsgagna, ljósa og almennra heimilismuna. Vel valdar vörur frá fjölmörgum heimsþekktum framleiðendum hafa verið aðalsmerki verslunarinnar.
- Ein allra vinsælasta og glæsilegasta lífstílsverslun landsins, Líf og list, stækkaði verslun sína og býður nú upp á enn meira og glæsilegt úrval af eldhús og borðbúnaði frá heimsþekktum gæðamerkjum eins og Le Crusset, Eva solo, Georg Jensen, Rosendahl ofl.
- Epal opnaði glæsilega hönnunar- og gjafavöruverslun á 2. hæð þar sem finna má vörur frá heimsþekktum hönnunarvörumerkjum eins og Montana, Arne Jacobsen, Hay og fleiri.
- Snyrtivöruverslunin Elíra opnaði glæsilega verslun á 1. hæð við hlið Esprit og býður upp á hágæða húð- og förðunarvörur og einstaka þjónustu.
- Þessu til viðbótar hefur nú nýlega verið skrifað undir samninga við tvo nýja rekstraraðila í Smáralind um opnun verslana með heimsþekktum vörumerkjum. Stefnt er á opnun þessara verslana snemma á þessu ári.
15.
maí

Hverfahleðsla við Smáralind
Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
10.
maí

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
8. maí sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2024 á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
19.
apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.