Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Samstarfssamningur undirritaður

Á laugardaginn sl. skrifuðu Knatthöllin ehf., rekstarfélag Egilshallarinnar, og UMF Fjölnir undir samning um aukið samstarf.

Fjölnir flutti höfuðstöðvar sínar í Egilshöll fyrir rúmu ári og er markmið samningsins m.a. að styrkja það góða samstarf sem byggst hefur upp á þeim tíma.

Einnig mun Fjölnir fá afhenta aðstöðu fyrir aðalskrifstofu sína og félagsheimili.

Fjölnir mun taka að sér umsjón með útleigu á knattspyrnu- og tennisvöllum til almennings og leiða markaðsstarf til kynningar á þeirri glæsilegu aðstöðu sem hefur verið að byggjast upp í og við Egilshöll á undanförnum árum. Með opnun kvikmyndahúss sl. haust og með opnun keiluhallar næsta haust er Egilshöllin að verða alhliða íþrótta- og afþreyingarmiðstöð með áherslu á fjölskyldufólk sem vill verja meiri tíma saman.

Samstarfssamningur undirritaður

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.