Í dag var skrifað undir verksamning við Sveinbjörn Sigurðsson hf. um framkvæmdir við að ljúka byggingu kvikmyndahúss í Egilshöll, verðmæti samnings er um hálfur milljarður. Undirritun samningsins markar lok 9 mánaða undirbúningsvinnu við að koma verkefninu af stað á ný, en framkvæmdir við verkið stöðvuðust í október 2008 við þrot þáverandi eiganda, Borgarhallarinnar hf.
Með þessari framkvæmd er lagt þýðingarmikið lóð á vogarskálarnar við að efla atvinnu, en reikna má með að allt að 100 manns komi beint að verkinu þegar verkið stendur sem hæst í sumar.
Verklok eru áætluð 15. október á þessu ári en þá verður húsið afhent leigutaka, Sambíóunum, til umráða en þeir munu reka þar glæsilegt fjögurra sala kvikmyndahús með sæti fyrir um 900 gesti.
15.
maí

Hverfahleðsla við Smáralind
Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
10.
maí

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
8. maí sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2024 á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
19.
apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.