Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Samið við Sjóvá um tryggingar á eignum félagsins og dótturfélaga

Reginn ehf. og dótturfélög efndu til lokaðs útboðs meðal tryggingafélaga þar sem óskað var eftir tilboðum í brunatryggingar, húseigendatryggingar og tryggingar gegn rekstrarstöðvun ásamt tryggingum á lausabúnaði og tækjum félagsins og dótturfélaga.  Þátttakendur í útboðinu voru Sjóvá, Tryggingamiðstöðin (TM), Vátryggingafélag íslands (VÍS) og Vörður, allir þátttakendur lögðu fram tilboð í útboðinu.

Gerður verður 3ja ára samningur við lægstbjóðanda, Sjóvá, um tryggingar í samræmi við niðurstöður útboðs.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.