Almennar fréttir / 7. ágúst 2013

Reykjavíkurvegur 74 – í góðri nýtingu

Húsnæðið að Reykjavíkurvegi 74 sem er ein af þeim eignum sem Reginn hf. keypti á árinu 2010 er nú komið í mjög viðunandi nýtingu.

Húsið sem var allt endurbyggt utan sem innan árið 2006 með mjög vönduðum hætti er um 2.000 m2. Eignin er vel staðsett við meginstofnbraut í Hafnarfirði. 

Fyrirtækin í húsinu eru þrjú, þ.e. Actavis sem leigir 2. hæð og kjallara, Medor sem leigir 3. hæð og hluta 1. hæðar og veisluþjónusta Matbær ehf. sem leigir megnið af 1. hæð en þar var áður veitingastaður og veislu- / ráðstafnusalir. Leigusamningar eru á bilinu 5 – 7 ára en leigusamningur við Matbæ ehf. er skammtímasamningur.

Það er hugmynd Regins að breyta þeim hluta 1. hæðar hússins sem nú er undir veisluþjónustu og veitingarekstur í skrifstofurými. Alls er það um 600 m2.

r74b-small

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.