Almennar fréttir / 26. september 2012

Reginn semur um endurfjármögnun Egilshallar


Reginn hefur lokið fyrsta áfanga  í endurfjármögnun félagsins. Félagið hefur tryggt endurfjármögnun Egilshallar að fjárhæð 5,5 milljörðum króna. Fjármögnunin er verðtryggð til  10 ára og ber 3,85% fasta vexti. Um er að ræða eignatryggða fjármögnun og er lánveitandi REG 1 fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf. Þegar hefur verið samið um helstu skilmála með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Áætlaður ávinningur félagsins vegna lægri vaxtakjara er um 60 m.kr. á ársgrundvelli.

Reginn hf. sem öflugt skráð fasteignafélag ásamt tryggum leigusamningum við leigutaka á borð við Reykjavíkurborg eru grundvöllur þeirra hagstæðu kjara sem félagið hefur nú tryggt sér
Egilshöllin er ein glæsilegasta miðstöð íþrótta og afþreyingar á Íslandi. Þar má m.a. finna eitt vinsælasta kvikmyndahús landsins, keiluhöll með tilheyrandi veitingastöðum, innanhúss knattspyrnuvöll, fullbúið skautasvell, heilsurækt og skotæfingasal. Fyrir utan húsið eru fjölmargir gervigrasvellir og allt um kring frábær svæði til útivistar. Egilshöll er í heildina 30.696 m2.
Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 30 fasteignir og er heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins um 153 þúsund fermetrar.

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 340 milljarða króna í virkri stýringu. Stefnir hefur meðal annars sérhæft sig á sviði eignatryggðrar fjármögnunar og unnið fjölmörg verkefni á því sviði.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.