Almennar fréttir / 30. október 2013

Reginn semur um endurfjármögnun á Reginn Atvinnuhúsnæði ehf.

Stjórn Regins hefur samþykkt að fara í útgáfu á skuldabréfum í tengslum við endurfjármögnun á Reginn Atvinnuhúsnæði ehf. Félagið hefur náð samkomulagi við Íslandsbanka um að annast milligöngu um skráningu og sölu skuldabréfanna. Skuldabréfaflokkurinn verður skráður í Kauphöll og gefinn út í áföngum. Heildarstærð flokksins er áætluð allt að 10 milljarðar kr. en stefnt er á að fyrsti áfangi verði 5 milljarðar kr.

Eftir er að ljúka áreiðanleikakönnun sem og að ákvarða endanlega skilmála flokksins, en gefin verður út tilkynning þegar því er lokið. Gert er ráð fyrir að það verði fyrir áramótin 2013 / 2014.

Reginn Atvinnuhúsnæði ehf. er dótturfélag Regins hf. og það félag sem mun fara stækkandi í framtíðinni. Nú þegar hefur verið lokið við endurfjármögnun á dótturfélögum félagsins sem hýsa Egilshöll og Smáralind og er þetta því skref í að ljúka við endurfjármögnun samstæðu Regins hf.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.