Almennar fréttir / 11. desember 2013

Reginn og Verkís gera samning

Þann 10. desember undirrituðu þeir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins og Flosi Sigurðsson, viðskiptastjóri Byggingar og umhverfissviðs Verkís, rammasamning um þjónustu Verkís við Regin hf. og dótturfélög Regins.

Rammasamningurinn nær til sérfræðiráðgjafar á þeim sviðum sem Verkís starfar á. Markmið samningsins er að treysta þjónustu þá sem Verkís innir af hendi fyrir Regin, gera hana markvissari með skýrara samningsformi og ákveðnum boðleiðum jafnframt að tryggja það að Reginn fái góða þjónustu á sanngjörnu verði. 


Reginn og verkis gera rammasamningur 10.12.2013Á myndinni eru Katrín Sverrisdóttir, sviðstjóri rekstrarsviðs Regins, Flosi Sigurðsson og Helgi S. Gunnarsson.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.