Almennar fréttir / 9. apríl 2013

Reginn með kynningu á Kauphallardögum Arion banka.

Hinir árlegu Kauphallardagar Arion banka fóru fram 4. - 5. apríl síðastliðinn. Dagskráin var þéttskipuð kynningum frá forsvarsmönnum skráðra félaga í Kauphöll Íslands og félaga sem hyggja á skráningu í náinni framtíð. Farið var yfir stöðu og horfur og spurningum svarað. Reginn fór á markað sumarið 2012 og hélt Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, kynningu á félaginu. Kynningu Regins má sækja hér.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.