Almennar fréttir / 21. janúar 2015

Reginn hf. auglýsir heilsuræktaraðstöðu til leigu

Reginn hf. auglýsir til leigu glæsilegt húsnæði við Smáralind. Aðstaðan er alls um 1300 fermetrar sem hægt væri að leigja að hluta eða í heild.

Möguleikarnir eru endalausir en aðstaðan hentar vel fyrir starfsemi á borð við hvers kyns heilsu- og líkamsrækt, Spa, snyrtistofu, Yoga og/eða verslun fyrir tengda starfsemi.

Í rýminu er glæsileg móttaka, heitir pottar, gufuböð, stór tækjasalur, þrír æfingasalir, slökunarrými ásamt mögulegri búningsaðstöðu fyrir bæði kynin. Sjón er sögu ríkari!

Nánari upplýsingar veitir Rúnar H. Bridde í síma 665 0805 eða runar@reginn.is

REGINN - auglysing

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.