Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Reginn flytur í nýja skrifstofu

Reginn ehf. hefur flutt skrifstofu sína í nýtt húsnæði við Borgartún 25 í Reykjavík. Frá því félagið var sett á stofn síðastliðið sumar hefur skrifstofan verið innan veggja höfuðstöðva Landsbankans.

Systurfélag Regins, Eignarhaldsfélagið Vestia ehf. flutti einnig og mun Reginn og Vestia framvegis reka skrifstofu saman á 6. hæð við Borgartún 25.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.