Almennar fréttir / 20. nóvember 2013

Reginn á meðal níu fyrirtækja sem styrkir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Samningar við níu fyrirtæki um styrki til alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur voru undirritaðir föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn. Samningana undirrituðu stjórnendur níu fyrirtækja ásamt Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, að viðstaddri frú Vigdísi Finnbogadóttur. Styrkirnir nema alls ríflega 20 miljónum króna á þriggja ára tímabili og verður fjármununum varið til að undirbúa starfsemi Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar um tungumál og menningu, sem mun starfa undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.

Fyrirtækin níu sem veita styrkina eru Íslandshótel, Landsbankinn, MP banki, Promens, Reginn, Bláa Lónið, Icelandair Group, Icelandic Group og N1 auk Arion banka sem gerði samning um síðustu áramót. Styrkirnir munu auðvelda stofnuninni að hrinda í framkvæmd áformum um alþjóðlega tungumálamiðstöð, en hún mun verða til húsa í nýbyggingu sem mun rísa við Suðurgötu. Þar verður starfrækt fræðslu- og upplifunarsetur þar sem hægt verður að fræðast um erlend tungumál og fá innsýn í ólíka menningarheima. Þar að auki mun einnig fara fram kennsla og rannsóknir í erlendum tungumálum og menningu.

Við undirritunina færðu hjónin Jón G. Friðjónsson prófessor og Herdís Svavarsdóttir stofnuninni að gjöf stórmerka ljósprentaða útgáfu af Biblíu Kristjáns III Danakonungs og Steinsbiblíu sem er kennd við Stein Jónsson biskup og er þriðja heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, prentuð á Hólum í Hjaltadal á árunum 1728-1734. Þessi verk munu bæði nýtast til rannsókna auk þess að vera til sýnis í alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni.

vigdisarstofnun_hopmynd-vefur

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.