Almennar fréttir / 26. ágúst 2014

Orange Project og Reginn semja um húsnæði undir skrifstofuhótel

Orange Project ehf. og Reginn hf.  hafa gert með sér samning um leigu á húsnæði undir skrifstofu- og fundahótel  að Ármúla 6. Orange Project býður til leigu aðstöðu fyrir skrifstofur og fundarhald og með samningnum við Regin hefur fyrirtækið tryggt viðskiptavinum sínum gott rými fyrir starfsemi sína. Reginn fasteignafélag mun vísa minni fyrirtækjum og einstaklingum sem eru á höttunum eftir aðstöðu fyrir starfsemi sína  á Orange Project.

Orange býður upp á skrifstofuaðstöðu sem og opin rými með skrifstofuhúsgögnum,  afnotum af fundarherbergjum, kaffihúsi, síma og interneti og þeirri þjónustu sem hver og einn þarf hverju sinni. Þjónustan hentar vel litlum og meðal stórum fyrirtækum og aðilum sem eru mikið á ferðinni en vilja hafa fastan samastað í alfaraleið með góðu aðgengi og nægum bílastæðum. Vefsíða félagsins er www.orangeprojecthouse.com og upplýsingar gefur Tómas Hilmar Ragnarsson í s. 820 7806/ 5 27 27 87

 

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.