Björg Jóhannesdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur fasteignafélagsins Reginn hf. og mun jafnframt verða nýr regluvörður félagsins. Er þetta ráðstöfun af hálfu félagsins í kjölfar aukinna umsvifa hjá félaginu samhliða stækkun og aukinnar áherslu á að styrkja og auka sjálfstæði í regluvörslu með löglærðum aðila.
Björg mun jafnframt verða ritari stjórnar og fjárfestatengill félagsins.
Björg er með embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2007. Þá lauk Björg LL.M gráðu frá háskólanum í Edinborg árið 2013. Björg starfaði áður hjá Slitastjórn Kaupþings hf. og á lögfræðisviði Kaupþings banka hf. frá árinu 2008. Þá starfaði Björg sem aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjaness á árunum 2006 til 2008.

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
