Almennar fréttir / 30. apríl 2014

Nýr regluvörður hjá Reginn hf.

Jófríður Ósk Hilmarsdóttir

Samfara auknum umsvifum hjá Reginn hefur verið ákveðið að Katrín B. Sverrisdóttir hætti sem regluvörður hjá Reginn hf. Katrín sem einnig er framkvæmdastjóri félaganna Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Knatthöllin ehf. og Kvikmyndahöllin ehf. mun eftir sem áður stýra þessum dótturfélögum Regins.

Við starfi regluvarðar Regins tekur Jófríður Ósk Hilmarsdóttir. Jófríður mun jafnframt verða fjárfestatengill félagsins.

Jófríður er með B.sc. gráðu í viðskiptafræði og með löggildingu í verðbréfamiðlun. Jófríður starfaði sem sérfræðingur í regluvörslu Arion banka hf. frá 2009-2014. Hún starfaði einnig hjá Spron og Spron verðbréfum frá 2005-2009 meðal annars sem sérfræðingur í eignastýringu.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.