Veitingastaðurinn Local opnar í Smáralind snemma í október. Staðurinn verður staðsettur á 2. hæð á móti versluninni Júník. Local býður upp á hollan skyndibita á viðráðanlegu verði.
Þýska tískuvöruverslunin Comma opnaði í Smáralind í september. Comma hefur verið eitt stærsta tískuvörumerki Evrópu síðastliðinn áratug með yfir 100 verslanir í 25 löndum en alls eru vörur Comma seldar í meira en 2.200 verslunum víðsvegar um heiminn.
Danska snyrtivörukeðjan CoolCos opnaði einnig í september. Í versluninni er að finna snyrtivörur sem eru parabena- og ilmefnalausar, henta öllum aldurshópum og á góðu verði. Verslunin er staðsett á 2. hæð á móti Júník.
Þann 25. september síðastliðinn opnaði A4 verslun á neðri hæð Smáralindar. Opnunartími verslunarinnar er aðeins lengri en almennt í Smáralind og verður sem hér segir:
Virkir dagar 9-19
Fimmtudagar 9-21
Laugardagar 10-18
Sunnudagar 12-18

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
