Almennar fréttir / 29. september 2014

Nýjar opnanir í Smáralind

Veitingastaðurinn Local opnar í Smáralind snemma í október. Staðurinn verður staðsettur á 2. hæð á móti versluninni Júník. Local býður upp á hollan skyndibita á viðráðanlegu verði.

Þýska tískuvöruverslunin Comma opnaði í Smáralind í september. Comma hefur verið eitt stærsta tískuvörumerki Evrópu síðastliðinn áratug með yfir 100 verslanir í 25 löndum en alls eru vörur Comma seldar í meira en 2.200 verslunum víðsvegar um heiminn.

Danska snyrtivörukeðjan CoolCos opnaði einnig í september. Í versluninni er að finna snyrtivörur sem eru parabena- og ilmefnalausar, henta öllum aldurshópum og á góðu verði. Verslunin er staðsett á 2. hæð á móti Júník.

Þann 25. september síðastliðinn opnaði A4 verslun á neðri hæð Smáralindar. Opnunartími verslunarinnar er aðeins lengri en almennt í Smáralind og verður sem hér segir:

Virkir dagar 9-19

Fimmtudagar 9-21

Laugardagar 10-18

Sunnudagar 12-18

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.