Búið er að skipa nýja stjórn Regins fasteignafélags og hóf hún störf þann 17.febrúar s.l.
Nýr formaður stjórnar er Elín Jónsdóttir LL.M hdl. og auk hennar koma ný inn þau Stanley Páll Pálsdóttir, verkfræðingur M.Sc. og Fjóla Þ. Hreinsdóttir, sérfræðingur í reikningshaldi Landsbankans.
Þær Guðríður Friðriksdóttir Framkvæmdastjóri Fasteignafélags Akureyrar og Hjördís Halldórsdóttir, LL.M hrl. og meðeigandi Logos lögmannaþjónustu sitja áfram í stjórn.
Allir núverandi stjórnarmenn eru því óháðir.
Frans P. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Landsbankans, sem hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2010 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Frans eru færðar bestu þakkir fyrir frábært starf í þágu Regins fasteignafélags.
Framkvæmdarstjóri Regins fasteignafélags er Helgi S. Gunnarsson.

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
