Almennar fréttir / 14. mars 2012

Ný stjórn tekur við hjá Regin fasteignafélagi hf.

Búið er að skipa nýja stjórn Regins fasteignafélags og hóf hún störf  þann 17.febrúar s.l.

Nýr  formaður stjórnar er Elín Jónsdóttir LL.M hdl. og auk hennar koma ný inn þau Stanley Páll Pálsdóttir, verkfræðingur M.Sc. og Fjóla Þ. Hreinsdóttir, sérfræðingur í reikningshaldi Landsbankans.

Þær Guðríður Friðriksdóttir Framkvæmdastjóri Fasteignafélags Akureyrar og Hjördís Halldórsdóttir, LL.M hrl. og meðeigandi Logos lögmannaþjónustu sitja áfram í stjórn.

Allir núverandi stjórnarmenn eru því óháðir.

Frans P. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Landsbankans, sem hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2010  gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Frans eru færðar bestu þakkir fyrir frábært starf í þágu Regins fasteignafélags.

Framkvæmdarstjóri Regins fasteignafélags er Helgi S. Gunnarsson.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.