Almennar fréttir / 22. apríl 2015

Niðurstöður aðalfundar Regins hf. 21. apríl 2015

Aðalfundur Regins hf. var haldinn 21. apríl 2015  í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

1.    Ársreikningur:

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2014.

2.   Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2014:

Aðalfundur samþykkti að ekki yrði greiddur arður á árinu 2015, en að öðru leyti vísast til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu. Hagnaður verður fluttur til næsta árs.

3.  Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:

Aðalfundur samþykkti fram lagða starfskjarastefnu fyrir félagið sem er óbreytt frá fyrra ári.

4.   Heimild til kaupa á eigin hlutum:

Aðalfundur samþykkti tillögu Gildis lífeyrissjóðs um kaup á eigin hlutum.  Um efni tillögu vísast til breytingatillögu frá Gildi lífeyrissjóði dags. 7. apríl 2015 sem finna má á heimasíðu félagsins www.reginn.is/fjarfestar

5.   Breyting á samþykktum félagsins.

Aðalfundur samþykkti breytingu á samþykktum félagsins.  Um efni breytinga vísast til breytingatillögu frá Gildi lífeyrissjóði dags. 7. apríl 2015 sem finna má á heimasíðu félagsins www.reginn.is/fjarfestar

6.   Kosning félagsstjórnar:

Eftir niðurstöðu margfeldiskosningar var ljóst að kjörin stjórn uppfyllti ekki skilyrði laga um kynjahlutfall.  Í framhaldi af þeirri niðurstöðu dró Jón Steindór Valdimarsson framboð sitt til stjórnar til baka.

Nýkjörin aðalstjórn Regins hf. er því skipuð eftirfarandi einstaklingum:

Albert Þór Jónsson, fjárfestir, Cand. Oecon

Benedikt K. Kristjánsson, sölu og þjónustufulltrúi

Bryndís Hrafnkelsdóttir, viðskiptafræðingur, Cand. Oecon.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, lögmaður og MBA.

Tómas Kristjánsson, viðskiptafræðingur, Cand.Oecon/MBA

 

Eftirtaldir voru sjálfkjörnir í varastjórn:

Finnur Reyr Stefánsson, hagfræðingur og MBA

Hjördís D. Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur

 

7.   Kosning endurskoðanda:

Aðalfundur samþykkti að KPMG ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavíkyrði endurkjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins.

8.   Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:

Aðalfundur félagsins samþykkti óbreytta þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar frá síðasta ári.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.