Aðalfundur Regins hf. var haldinn 21. apríl 2015 í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.
1. Ársreikningur:
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2014.
2. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2014:
Aðalfundur samþykkti að ekki yrði greiddur arður á árinu 2015, en að öðru leyti vísast til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu. Hagnaður verður fluttur til næsta árs.
3. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:
Aðalfundur samþykkti fram lagða starfskjarastefnu fyrir félagið sem er óbreytt frá fyrra ári.
4. Heimild til kaupa á eigin hlutum:
Aðalfundur samþykkti tillögu Gildis lífeyrissjóðs um kaup á eigin hlutum. Um efni tillögu vísast til breytingatillögu frá Gildi lífeyrissjóði dags. 7. apríl 2015 sem finna má á heimasíðu félagsins www.reginn.is/fjarfestar
5. Breyting á samþykktum félagsins.
Aðalfundur samþykkti breytingu á samþykktum félagsins. Um efni breytinga vísast til breytingatillögu frá Gildi lífeyrissjóði dags. 7. apríl 2015 sem finna má á heimasíðu félagsins www.reginn.is/fjarfestar
6. Kosning félagsstjórnar:
Eftir niðurstöðu margfeldiskosningar var ljóst að kjörin stjórn uppfyllti ekki skilyrði laga um kynjahlutfall. Í framhaldi af þeirri niðurstöðu dró Jón Steindór Valdimarsson framboð sitt til stjórnar til baka.
Nýkjörin aðalstjórn Regins hf. er því skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Albert Þór Jónsson, fjárfestir, Cand. Oecon
Benedikt K. Kristjánsson, sölu og þjónustufulltrúi
Bryndís Hrafnkelsdóttir, viðskiptafræðingur, Cand. Oecon.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, lögmaður og MBA.
Tómas Kristjánsson, viðskiptafræðingur, Cand.Oecon/MBA
Eftirtaldir voru sjálfkjörnir í varastjórn:
Finnur Reyr Stefánsson, hagfræðingur og MBA
Hjördís D. Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur
7. Kosning endurskoðanda:
Aðalfundur samþykkti að KPMG ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík, yrði endurkjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins.
8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:
Aðalfundur félagsins samþykkti óbreytta þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar frá síðasta ári.

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
