Almennar fréttir / 20. september 2013

Niðurstaða kauptilboðs Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Þann 5. september sl. gerði Reginn hf., kt. 630109-1080, Hagasmára 1, 201 Kópavogi,  hluthöfum í Eik fasteignafélagi hf., kt. 590902-3730, Sóltúni 26, Reykjavík, tilboð í allt að 100% hlutafjár í félaginu. Ein af forsendum tilboðsins var að samþykki fengist við tilboðinu frá eigendum 68% hlutafjárins að lágmarki. Frestur til að svara tilboðinu rann út kl. 16.00 í dag, föstudaginn 20. september án þess að framangreindu lágmarki væri náð og er tilboðið því fallið úr gildi. Reginn hf. hefur eftir sem áður áhuga á viðræðum við hluthafa Eikar fasteignafélags um kaup á félaginu eða samruna við Reginn hf.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.