NASDAQ OMX tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Regins hf. (auðkenni: REGINN) á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Reginn flokkast sem lítið félag (e. small cap) innan fjármálageirans. Reginn er fjórða félagið sem skráð er á Aðalmarkað innan NASDAQ OMX Nordic á árinu 2012 en fyrsta félagið sem skráð er á NASDAQ OMX Iceland á þessu ári.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins:
„Reginn hefur síðan frá hausti 2010 stefnt að skráningu á markað. Þessi áfangi markar hins vegar ekki endi á ferlinu heldur nýtt upphaf í sögu félagsins. Um þúsund hluthafar standa nú að baki Regin sem sýnir mikið traust á eignasafni, rekstri og framtíðarsýn félagsins. Við teljum mikil sóknarfæri framundan og þetta mun auðvelda félaginu að nýta þau sem best.“
Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland:
“Við bjóðum Regin hjartanlega velkomið í Kauphöllina, en Reginn er fyrsta fasteignafélagið sem skráð er á markað hér á landi. Félagið er góð viðbót við hinn vaxandi hlutabréfamarkað og eykur fjölbreytni fjárfestingakosta. Reginn hefur nú nýjan áfanga sem skráð félag þar sem það mun njóta aukins sýnileika og aðgangs að nýjum hópi fjárfesta. Við óskum félaginu góðs gengis.”
Landsbankinn er umsjónaraðili með skráningunni en Landsbankinn ásamt Íslandsbanka eru viðskiptavakar.
Hér má sjá myndbönd frá skráningarathöfn 2.júlí.2012
Páll Harðarson og Helgi S. Gunnarsson segja nokkur orð
Viðtal við Helga S. GunnarssonJúlía Björgvinsdóttir

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
