Almennar fréttir / 29. apríl 2013

Lýsing - Skuldabréfaflokkur REG1 12 1

Það tilkynnist hér með að í dag verður birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is, lýsing REG 1 fagfjárfestasjóðs sem er lánveitandi Kvikmynda- og Knatthallarinnar ehf. Kvikmynda- og Knatthöllin ehf. eru eigendur að fasteigninni Fossaleyni 1, betur þekkt sem Egilshöll og eru bæði félögin dótturfélög Regins hf.

Í lýsingunni má meðal annars finna verðmat á Fossaleyni 1 (Egilshöll) sem framkvæmt var af PricewaterhouseCoopers ehf., fyrir REG 1 fagfjárfestasjóð. Samkvæmt virðismati var virði fasteignarinnar metið á bilinu 6.364 - 6.880 milljónir kr., byggt á sjóðstreymismati núverandi leigusamninga. Í viðauka við lýsinguna má finna virðismatið í heild sinni.

REG 1 fagfjárfestasjóður er í umsýslu Stefnis hf.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.