Almennar fréttir / 28. nóvember 2014

Ljósin á jólatrénu tendruð og Pakkajól Smáralindar og Bylgjunnar

Laugardaginn 29. nóvember kl. 14 verða ljósin á jólatrénu tendruð í Smáralind við hátíðlega athöfn. Á sama tíma hefjast Pakkajól Smáralindar og Bylgjunnar. 

Pakkajól

Pakkajól Smáralindar og Bylgjunnar er góðgerðarátak þar sem fólk er hvatt til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og kaupa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind. 

Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf Kirkjunnar sjá um að koma gjöfunum í réttar hendur. En gjafirnar eru ætlaðar til að gleðja börn og unglinga sem koma frá bágstöddum heimilum. 

Við þjónustuborðið á 2. hæð er hægt að fá sérstaka merkimiða til að merkja við hvort gjöfin henti dreng eða stúlku og fyrir hvaða aldur. 

Við hvetjum alla sem hafa á því tök að taka þátt. Pósturinn tekur við pökkum frá landsbyggðinni og kemur þeim frítt í Smáralind fyrir jólin. Sjá nánar á heimasíðu Smáralindar

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.