Almennar fréttir / 29. maí 2012

Laugahús ehf. selt til Hamla ehf.

Reginn atvinnuhúsnæði ehf. hefur selt allt hlutafé í Laugahúsum til Hamla ehf., dótturfélags  Landsbankans hf.

Allt hlutafé í Laugahúsum ehf., eiganda að fasteigninni Sundlaugavegur 30a, var selt. Sala á hlutafé Laugahúsa ehf. fór fram að beiðni Landsbankans hf. vegna óvissu og mögulegrar kröfu á hendur Landsbankanum hf. og/eða öðrum aðilum vegna endurútreiknings lána, en þessi lán höfðu verið í félaginu fyrir kaup Regins. Stjórn Regins ákvað að taka kauptilboði Hamla ehf. enda verð hagstætt og óvissu um framangreinda kröfu eytt auk þess sem álitaefni er varða réttindi leigutaka Sundlaugavegar 30a eru ekki lengur til staðar gagnvart Regin

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.