Í tilkynningu Regins hf. þann 19. nóvember sl. kom fram að samið hefði verið um endurfjármögnun félagsins. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að áreiðanleikakönnun og hefur hún farið fram án athugasemda og umræddri lánsfjármögnun því lokið. Umrætt lán er að fjárhæð 9 milljarðar. Fjármögnunin er verðtryggð til 30 ára og ber 3,95% fasta vexti. Heimilt er að greiða upp lánið eftir 5 ár. Fjármögnunin er með jöfnum afborgunum og greiðsluferlið er 30 ár. Hluti af láninu eða um 1,5 milljarður verður nýtt til þess að greiða upp óhagstæðari lán í Regins samstæðunni. Skuldabréf tengd fjármögnuninni verða skráð í Kauphöll Íslands, Nasdaq OMX Iceland. Lánveitandi og útgefandi skuldabréfa er REG 2 Smáralind fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf.
15.
maí

Hverfahleðsla við Smáralind
Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
10.
maí

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
8. maí sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2024 á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
19.
apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.