Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Kvikmyndahús – hönnun og framkvæmd, opnun tilboða

Í dag 15. febrúar voru opnuð tilboð í verkið Egilshöll-kvikmyndahús, en á grundvelli forvals voru valdir fjórir aðilar til að vinna tilboð í verkið. Um er að ræða lokað útboð á hönnun og framkvæmd allra ólokinna verkþátta við kvikmyndahúsið.

Eftirfarandi tilboð bárust (tölur eru m/vsk):

Eykt ehf.   aðaltilboð kr. 462.531.051,-
SS Verktakar aðaltilboð kr. 538.699.153,-
SS Verktakar frávikstilboð kr. 498.855.000,-
JÁ Verk aðaltilboð kr. 558.097.338,-
JÁ Verk frávikstilboð kr. 539.678.995,-
Ístak aðaltilboð kr. 664.079.539,-
Kostnaðaráætlun   kr. 741.300.000,-

 

Nú standa yfir skýringarviðræður með lægstbjóðendum. Stefnt er að því að ljúka yfirferð tilboða, vali á verktaka og gerð verksamnings innan fjögurra vikna frá opnun tilboða.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.