Almennar fréttir / 31. ágúst 2012

Keiluhöllin í Egilshöll opnar

Keiluhöllin í Egilshöll var formlega opnuð í dag og var fjölmenni við opnunina. Í keilusalnum eru 22 keilubrautir með öllum fullkomnustu tækjum og einnig matsölustaður, sportbar, kaffihús, og bistro. Sannkallaður fjölskylduskemmtistaður

Við opnunina voru Keilarar, starfsmenn, iðnaðarmenn, fulltrúar frá borginni, íþróttafélaginu Fjölni og fleiri.  Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur Grafarvogsprestakalls flutti árnaðarorð og blessaði salinn áður en Rúnar Fjeldsted tók til máls,  sem þakkaði þeim sem höfðu lagt hönd á plóginn og taldi niður í fyrstu formlegu keiluskotin.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.