Almennar fréttir / 20. desember 2012

Kauptilboð Regins hf. í fasteignina að Ofanleiti 2 samþykkt

SVÍV ses. hefur samþykkt kauptilboð Regins hf. í alla fasteignina að Ofanleiti 2. SVÍV ses. er sjálfseignastofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun. Fasteignin sem er 7.781 m2 að stærð og hýsir í dag rekstur yfir 20 leigutaka með fjölbreytta starfsemi. Áður var Háskólinn í Reykjavík með aðsetur í eigninni. Réttindi leigutaka haldast óbreytt við kaup Regins á eigninni. Tilboðið var gert með fyrirvara m.a. um niðurstöðu á greiningu leigusamninga. Áætlað er að kaupsamningur verði undirritaður í janúar 2013.

Kaup þessi eru innan ramma fjárfestingastefnu Regins sem felur meðal annars í sér að auka hlut í skrifstofuhúsnæði . Kaupverðið er trúnaðarmál en áhrif kaupanna ef að verða eru áætluð yfir 4% aukning á EBITDA Regins hf.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.