Almennar fréttir / 12. desember 2013

Jólaball Egilshallar og FM95,7

Egilshöllin og FM95,7 halda jólaball laugardaginn næstkomandi 14. desember klukkan 14:00-16:00 á skautasvellinu.

Þar verður skemmtileg fjölskyldudagskrá þar sem Agnes Dís sýnir listskautadans, Unnur Eggerts kemur og syngur nokkur vel valin jólalög og auðvitað kíkir jólasveinn í heimsókn.

Plötusnúður spilar skemmtilega tónlist og fríar piparkökur á meðan birgðir endast.

Aðgangseyrir aðeins 1000 kr og eru skautar innifaldir í verðinu.

Allir velkomnir!


Jólaball Egilshallar og FM95,7 - 14.12.2013

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.