Vísað er í fréttatilkynningu Regins frá 12. desember 2012 um ráðningu nýs fjármálastjóra hjá Regin hf. Fyrirhugað var að Jóhann Sigurjónsson tæki við sem fjármálastjóri félagsins í mars nk. Nú hefur orðið sú breyting á að frá og með þriðjudeginum 22. janúar 2013 mun Jóhann Sigurjónsson taka við sem fjármálastjóri Regins hf. Hann tekur við af Önnu Sif Jónsdóttir sem hefur starfað sem fjármálastjóri félagsins frá árinu 2009. Anna Sif Jónsdóttir mun á sama tíma láta af störfum og hverfa til starfa hjá MP banka. Stjórn og starfsfólk Regins hf. þakkar henni fyrir vel unnin störf fyrir Reginn og óskar henni jafnframt velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
15.
maí

Hverfahleðsla við Smáralind
Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
10.
maí

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
8. maí sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2024 á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
19.
apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.