Það gleður okkur að kynna hverfahleðslu, alhliða rafbílahleðsluþjónustu sunnanmegin við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi á rafmagnsbílastæðum okkar, sem tryggir hagkvæmni án þess að skerða gæðaþjónustu og þannig þjóna hleðslustöðvarnar viðskiptavinum og starfsfólki Smáralindar á daginn en íbúum í nágrenninu á kvöldin og á nóttinni.
Fyrir nákvæmar upplýsingar um gjöld og skilmála fyrir Hverfahleðslu hvetjum við notendur til að skoða Ísorkuappið.
Við erum spennt fyrir þessari þróun og erum áfram staðráðin í að bjóða upp á nýstárlegar lausnir sem koma til móts við fjölbreyttar þarfir samfélags okkar.
Verið velkomin í hverfahleðslu hjá Smáralind.

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
