Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum.
Því til viðbótar er búið að ganga frá leigusamningum við fleiri öfluga aðila í heilsutengdri þjónustu og verslun. Sjúkraþjálfun Akureyrar mun starfrækja glæsilega sjúkraþjálfunarstöð á neðri jarhæð hússins og Lyfja mun opna apótek á jarðhæð hússins. Áætlað er að þessir rekstraraðilar muni hefja rekstur í húsinu á vormánuðum.
Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við leiga@reginn.is fyrir nánari upplýsingar.
15.
maí

Hverfahleðsla við Smáralind
Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
10.
maí

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
8. maí sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2024 á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
19.
apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.