Almennar fréttir / 13. júní 2012

Hlutafjárútboð í Regin 18. og 19. júní 2012

Hlutafjárútboð í Regin fer fram dagana 18. og 19. júní 2012. Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf. mun bjóða til sölu 975.000.000 áður útgefna hluti í Regin, sem samsvarar 75% af heildarhlutafé í Regin. Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama verði sem liggja mun á verðbilinu 8,1-11,9 krónur á hvern hlut í Regin. Söluandvirði útboðsins getur numið á bilinu 7,9-11,6 milljarðar króna. Markaðsvirði alls hlutafjár í Regin miðað við fyrrgreint verðbil er á bilinu 10,5-15,5 milljarðar króna.

Nánari upplýsingar á vef Landsbankans

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.