Almennar fréttir / 19. febrúar 2013

Hamborgarafabrikkan opnar á  Hótel Kea Akureyri

KEA
Á vormánuðum mun Hamborgarafabrikkan opna á jarðhæð

Hótel Kea í Hafnarstræti 83-89 Akureyri.  Húsið sem er í eigu Regins hf. er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar og er eina fjögurra stjörnu hótelið á Akureyri.

Sigmar Vilhjálmsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunna sagði í fréttatilkynningu:

„Við erum virkilega spenntir fyrir opnun Fabrikkunnar á Akureyri. Nýja Fabrikkan verður ögn minni en sú í Reykjavík en að öðru leyti eins. Sami matseðill, sömu verð og sömu áherslur. Það er okkur heiður að fá að bætast í hóp flottra veitingastaða á Akureyri og vonandi verður okkur vel tekið.“

Ennfremur er haft eftir Páli L. Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Kea hótela, að spennandi tímar séu framundan hjá fyrirtækinu. Fyrir utan opnun Hamborgarafabrikkunnar sé verið að ráðast í miklar breytingar á móttökuhæð hótelsins.

Fram kemur að Hamborgarafabrikkan verði hönnuð eins og staðurinn í Reykjavík og muni taka 120 manns í sæti.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.