Almennar fréttir / 30. apríl 2014

Hækkun á hlutafé í Reginn hf.

Í samræmi við 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, tilkynnir Reginn hf., að félagið hafi aukið hlutafé sitt um 128.700.000 krónur að nafnverði. Heimild hluthafafundar er frá 11. febrúar þar sem samþykkt var að hækka hlutaféð um 128.700.000 . Bréfin eru gefin út í tengslum við kaup félagsins á 100% hluti í Klasa fasteignum ehf.  Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé. Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna er 1.300.000.000 krónur að nafnvirði en verður að henni lokinni 1.428.700.000 krónur að nafnvirði. Hver hlutur gildir einu atkvæði og eru því atkvæði í félaginu 1.428.700.000. Regin á ekki eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.